LOGABJÓR

hvað er á krana?

Logaljótur 2021.7

Beint framhald af síðustu lögn…allt eins…fimmti ættliður af djúsí…

Logaljótur 2021.6

Fjórði ættliður af djúsí útgáfunni af Logaljótum þar sem verið að er að fylgjast með endurnýtingarhæfileikum djúsí 🙂

logaljótur 2021.5

 Hefðbundinn Ljótur og núna bara verið að endurnýta djúsi gerið og sjá hvernig það kemur út og öllu öðru sleppt til að fá djúsið beint í æð

SVARTUR SVANUR 2020.16

Ristað korn…dökkur bjór…og smá extra…Svanur er eins viðkunnalegur inntöku og fyrirmyndin hans er í viðmóti…blíður góður og rennur ljúft niður í kuldanum í desember og maður fær aldrei nóg…

LOGALJÓTUR 2020.14

Hefðbundinn Logaljótur með pilnser malti sem að koma vel út eftir nokkrar vikur á kút…endaði í 5.25% sem er aðeins meira en vanalega…sérstaklega tær og þægilegur í munni

LOGALJÓTUR 2020.12

Hefðbundinn Logaljótur með endurnýttu gömlu geri sem er vel úr sér gengið og því með viðbættum þurrhumlum til að vega uppá móti gerbragðinu…var tekinn af krana 🙁

DJÚSÍ KARMELLULJÓTI 2021.4

Djúsí útgáfa af Logaljótum með smá dassi af karlmellu til að kítla aðeins bragðlaukana…djúsí endurnýtt…aðeins of mikið af því og allt endaði í góðri bragðsprengju =)

grid kid 2021.2

Fjaðurþungavigtarútgáfa af klassískum húsbjór sem bætir aðeins í áfengisprósentuna frá forverum sínum og er alltaf tilbúinn að hnykla vöðvana og sýna hvað í sér býr

Leynir á sér 2021.1

Rammur session Logaljótur prufa þar sem humlarnir voru færðir til og vatnsmagnið aukið til að draga aðeins niður styrkleikann.  Tekur létt í og leynir skemmtilega á sér… 

MILLA LITLA 2020.17

Session NEIPA prufa með 20% haframjöli sem lyktar eins og hunagnsmelóna með vott af sítrónu…brakandi fersk og væri fullkomin í sólinni… 

LITLIAPI 2020.15

Léttur NEIPA sem hefur líka fengið nafnið Litli Bósi og Litli Bjólfur, vel skýjaður og sérklega bragður með vott af sæleika í appelsínugulum skýjaþykkni…algjört sælgæti sem erfitt er að láta í friði

LOGALJÓTUR 2020.13

Hefðbundinn Logaljótur með BRY97 geri…var ekkert að bæta fyrri uppskrift þannig að þessi tilraun verður ekki endurtekin

logaljótur 2021.9

Beint framhald af síðustu lögn…allt eins…sjöundi ættliður af djúsí…reynar mjög löng mesking en sama gravity

logaljótur 2021.8

Beint framhald af síðustu lögn…allt eins…sjötti ættliður af djúsí…

Hafðu samband